Höfundur: Brynhildur Þórarinsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Ljósaserían Dularfulla hjólahvarfið Brynhildur Þórarinsdóttir Bókabeitan Enn er eitthvað dularfullt á seyði í hverfinu. Reiðhjól hverfa úr hjólaskýlinu við blokkina sem Katla, Hildur og Bensi búa í. Krakkarnir taka til sinna ráða og reyna að komast til botns í málinu. Rannsóknin tekur óvænta stefnu en skyldi þeim takast að leysa gátuna, aftur? Myndir eftir Elínu Elísabetu.
Njála Brynhildur Þórarinsdóttir Forlagið - Mál og menning Sagan af Gunnari á Hlíðarenda, Hallgerði langbrók og fleiri fornum söguhetjum hefur lifað með þjóðinni öldum saman. Hér hefur Njála verið gerð aðgengileg fyrir börn og unglinga í knappri og auðlæsilegri endursögn. Í bókinni eru að auki fróðleiksmolar um Njálu, sögusvið hennar og sögutímann.
Smáralindar-Móri Brynhildur Þórarinsdóttir Forlagið - Mál og menning Vinirnir Flóki og Patti laumast inn á lokað byggingarsvæði þar sem risastór verslunarmiðstöð er að rísa. Skyndilega hverfur Patti og eftir það verður ekkert eins og áður. Ári síðar er Lotta með vinkonum sínum í Smáralind þegar hún tekur á rás og hverfur. Smáralindar-Móri er mergjuð saga fyrir lesendur sem kjósa spennu og dálítinn óhugnað!