Höfundur: Elísabet Thoroddsen

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Allt er svart í myrkrinu Elísabet Thoroddsen Bókabeitan Tinna er veðurteppt á sjúkrahúsi í litlum bæ úti á landi þar sem hún kynnist Dóru, dóttur yfirlæknisins. Drungalegir atburðir gerast þegar þær hætta sér inn á lokaða deild á sjúkrahúsinu. Fúllyndur hjúkrunarfræðingur eltir þær á röndum og áður en þær vita af eru þær flæktar inn í atburðarás sem reynist þeim lífshættuleg.
Á eftir dimmum skýjum Elísabet Thoroddsen Bókabeitan Tinna er flutt og þarf að fóta sig í nýjum skóla. Þegar salerni í unglingadeildinni er sprengt í loft upp fer skólastarfið í uppnám. Tinna og vinir hennar taka málin í sínar hendur. Fyrr en varir eru þau á flótta undan sprengjuvörgum og flækt í atburðarás sem leiðir þau í lífsháska í næturfrosti og myrkri við gömlu höfnina.