Höfundur: Fanney Hrund Hilmarsdóttir

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Dreim Fall Draupnis Fanney Hrund Hilmarsdóttir Bókabeitan Bella þráir ekkert heitar en komast burt frá myrkrinu í mömmu. Eftir að hún, Alex og Asili lenda í átökum uppi við fossinn fær Bella óskina uppfyllta. Aldrei hefði hana þó órað fyrir að vakna handan skilanna. Hvað þá að líf allra sem þau elskuðu ylti á baráttu þeirra í nýrri veröld, í nýjum sporum – en með gamlan óvin sér við hlið.
Fríríkið Fanney Hrund Hilmarsdóttir Bókabeitan Þar sem endur drekka kvöldkaffi við eldhúsborðið, froskar slaka á í klósettinu, háttatímum er breytt í gítarpartí og heimalærdómi í leikrit – er aldrei dauð stund. Og ef hún drepst óvart þá sér Allamma um að lífga hana við! Fríríkið er spennandi unglingabók með einstaklega skrautlegum persónum sem leiða lesandann óvænt ferðalag.