Höfundur: Guðni Kolbeinsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Amma glæpon enn á ferð David Walliams Bókafélagið Alls staðar birtast fréttir um fífldjarfan þjóf sem stelur ómetanlegum dýrgripum. Glæpirnir minna á loppuför alþjóðalega skartgripaþjófsins SVÖRTU KISUNNAR - ömmu hans Benna. En amma er dáin og hver í ósköpunum gæti framið þessa ósvífnu glæpi? Getur Benni leyst málið?
Atlasinn minn: Geimurinn Alexandre Wajnberg Bókafélagið Með hjálp upplýsinga í þessari bók, fallegra teikninga og magnaðra ljósmynda, getur þú fræðst um heiminn.
Atlasinn minn: Heimsmet Gary Semtrust Bókafélagið Hér geturðu lesið allt um heimsmet jarðarinnar sem er hvert öðru stórkostlegra. Þessi atlas er troðfullur af stórkostlegum staðreyndum, myndskreyttum kortum og glæstum listaverkum og ljósmyndum.
Fótboltastjörnur - Mbappé er frábær! Simon Mugford Bókafélagið Lestu sögu frá uppvexti til atvinnumennsku. Þessi franski og frábæri framherji, sem fæddist í Bondy, úthverfi Parísar, hefur unnið hvern bikarinn af öðrum og hefur sannað sig sem ofurstjarna í fótboltanum hjá PSG og landsliðinu. Leyfðu vinum þínum að heyra lykiltölfræði Mbappé svo að þeir sjái af hverju... Mbappé er frábær!
Fótboltastjörnur - Messi er frábær! Simon Mugford Bókafélagið Lestu allt um Lionel Messi sem spilaði ungur fótbolta á götum borgarinnar Rosario í Argentínu en vann titla með Barcelona og landsliðinu. Messi er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður sögunnar. Leyfðu vinum þínum að heyra lykiltölfræði Messi svo að þeir sjái af hverju... Messi er frábær!
Herra Fnykur David Walliams Bókafélagið Líkast til er engin stelpa eins einmana og Lóa. En svo hittir hún herra Fnyk, flakkarann í bænum. Já, það er svolítil ólykt af honum – en hann er sá eini sem hefur nokkru sinni verið góður við hana. Og þegar herra Fnyk vantar stað til að vera á ákveður Lóa að fela hann í garðskúrnum heima hjá sér. Frábær bók eftir þennan vinsæla höfund.
Hva David Walliams Bókafélagið Frábærlega fyndin bók eftir hinn vinsæla David Walliams. Þetta er saga um litla hryllilega stelpu sem átti allt og vildi bara eitt „hva“. Og þá fóru foreldrarnir að leita að einu „hva“ handa henni - en finna þau það? Enn ein snilldarbókin eftir David Walliams.
Hvernig ala á mömmu upp Jean Reagan Bókafélagið Að ala upp glaða og heilbrigða mömmu er gaman... og mikilvægt. Eruð þið til í að skoða nokkrar ábendingar? En ein frábær Hvernig... bók.
Í rúmið eftir tíu mínútur Hyrningur litli Rhiannon Fielding Unga ástin mín Töfrandi kvöldævintýri fyrir litlar krúttlegar risaeðlur. Mjög falleg bók sem notið hefur mikilla vinsælda víða um heim. Frábær bók til að lesa fyrir lítil kríli fyrir svefninn.
Kynjadýr í Buckinghamhöll David Walliams Bókafélagið Alfreð prins, lasburða tólf ára drengur, hefur aldrei kynnst lífinu utan Buckinghamhallar. Ill öfl eru að verki og hann verður að berjast við konung kynjadýranna – sjálfan grýfoninn. Hér er David Walliams í essinu sínu. Þessi bók tróndi lengi í efsta sæti bóksölulista í Bretlandi.
Mömmustrákur Guðni Kolbeinsson Bókafélagið Mömmustrákur kom fyrst út 1982 en seldist fljótt upp. Nú hefur verið bætt úr því með nýrri útgáfu. Mömmustrákurinn Helgi fylgir einstæðri móður sinni í sveitina og þaðan til Keflavíkur og lendir í ýmsum ævintýrum. Vandi hins föðurlausa barns er meginviðfangsefni bókarinnar en á öllu er tekið með léttri gamansemi og undirtónninn er mannlegur og l...
Ofurskrímslið David Walliams Bókafélagið Hörkuspennandi og sprenghlægilegt ævintýri eftir Íslandsvininn David Walliams. Fjarri heiminum sem við þekkjum á eldfjallaeyju umkringdum gráðugum hákörlum, er GRIMMDARSKÓLI. Þegar Gletta er send í þennan skóla fyrir hrekkjabragð sér hún brátt að sitthvað MJÖG undarlegt er á seyði.
Snari brunabíll Alice Dainty Unga ástin mín Kolli er besti slökkviliði í heimi. Hann getur gert svo margt í einu. Hann grípur búnaðinn sinn, setur á sig hjálminn, rennir sér niður súluna og brunar af stað. Snari brunabíll - hjólabók með teygju.
Verstu foreldrar í heimi David Walliams Bókafélagið Enn ein snilldar bókin eftir David Walliams. Þú þekkir VERSTU BÖRN Í HEIMI og þú þekkir líka VERSTU KENNARA Í HEIMI. Þú átt eftir að hlæja tryllingslega að VERSTU FORELDRUM Í HEIMI. Þessar VERSTU Í HEIMI-bækur henta sérlega vel þeim sem eru byrjaðir að lesa sér til ánægju.
Verstu gæludýr í heimi David Walliams Bókafélagið Tíu frábærar sögur um verstu gæludýr í heimi sem munu fá þig til að hristast af hlátri. Eftir lestur þessarar bókar munt þú aldrei líta gæludýr sömu augum.