Höfundur: Guðrún Hannele Henttinen

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Múmínsokkar frá A til Ö Jaane Etula Forlagið - Vaka-Helgafell Í þessari litríku prjónabók er að finna uppskriftir að 29 sokkapörum sem innblásin eru af sögum Tove Jansson. Hér birtast múmínálfarnir í glaðlegum mynstrum og hugmyndaríkri hönnun. Sokkarnir eru í fjölbreyttum stærðum sem henta allri fjölskyldunni en auk þess er bent á ýmsar leiðir til að aðlaga uppskriftirnar þannig að þær passi hverjum og einum.
Ullaræði Heli Nikula Forlagið - Vaka-Helgafell Í Ullaræði er íslenski lopinn í hávegum hafður og eru rúmlega tuttugu prjónauppskriftir í bókinni, flestar að heilum peysum fyrir bæði konur og karla. Höfundurinn, hin finnska Heli Nikula, sló í gegn fyrir örfáum árum með uppskrift úr íslenskum lopa. Hún hannar undir nafninu Villahullu og er þekkt meðal prjónara um allan heim.