Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Á ekrum spekinnar

Vangaveltur um heimspeki

  • Höfundur Stefán Snævarr
Forsíða bókarinnar

Ég er bara óbreyttur verkamaður á ekrum spekinnar. Eða garðyrkjumaður í víngarði viskugyðjunnar, nema hvort tveggja sé. Samt reyni ég af veikum mætti að marka eigin heimspekistefnu en hana kynnti ég í bók minni The Poetic of Reason. Introducing Rational Poetic Experimentalism.

Ég er bara óbreyttur verkamaður á ekrum spekinnar. Eða garðyrkjumaður í víngarði viskugyðjunnar, nema hvort tveggja sé. Samt reyni ég af veikum mætti að marka eigin heimspekistefnu en hana kynnti ég í bók minni The Poetic of Reason. Introducing Rational Poetic Experimentalism (Stefán Snævarr 2022). Eins og sjá má af undirheiti bókarinnar gaf ég stefnunefnu minni heitið “Rational Poetic Experimentalism“ (RPE). Á íslensku hyggst ég nefna hana “póetíska skynsemis- og tilraunahyggju“ (PST). Skynsemisþátturinn birtist í því að rökvísin skal virt við framkvæmd heimspekilegra hugsanatilrauna.