Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Á elleftu stundu

I den ellevte time

  • Höfundur Kirsten Simonsen
Forsíða bókarinnar

Í yfir þúsund ár voru torfhús helstu híbýli Íslendinga. Á 8. áratug síðustu aldar ferðuðust danskir arkitektanemar um landið og mældu upp og teiknuðu einstakan byggingarstíl íslenskra torfhúsa og annarra bygginga sem hætt var við að féllu í gleymskunnar dá. Ríkulega myndskreytt bók sem veitir innsýn í fjölbreytta íslenska byggingararfleifð.

Upp úr 1970 var einungis búið í örfáum torfbæjum. Engar alhliða áætlanir lágu fyrir um varðveislu torfhúsa og því var komið að endalokum þeirra fáu bæja sem eftir stóðu.

Það var íslenskur nemi í arkitektúr í Kaupmannahöfn sem hvatti danska arkitektaskóla til að hefja skrásetningu á úrvali íslenskra torfhúsa áður en það yrði um seinan. Úr varð að skólarnir skipulögðu fjölda námsferða til Íslands í náinni samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands. Rannsóknarleiðangrarnir urðu til þess að opna augu margra fyrir nauðsyn þess að varðveita íslenska byggingararfleifð.

Veturinn 2022-2023 var haldin sýning í Þjóðminjasafninu sem byggði á rannsóknverkefni Kirsten Simonsen, Á elleftu stundu. Til grundvallar verkefninu lágu gögn sem urðu til við ferðalög dönsku arkitektanemanna.

Bók sem allir sem hafa áhuga á íslenskri byggingarlist þurfa að eignast.