Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Árangursrík stjórnun

Gæði - Viðhald - Heilbrigði og öryggi á vinnustað

  • Höfundur Sveinn V. Ólafsson
Forsíða bókarinnar

Tímabær bók um árangursríka stjórnun. Í henni er leitast við að kynna fyrir lesandanum margvísleg viðfangsefni á sviði stjórnunar sem skipta máli í nútíð og framtíð, ekki síst hvað varðar málm- og véltækni. Allmörg verkefni fylgja bókinni sem er bæði ætluð fyrir nemendur á framhaldsskólastigi og almenna lesendur.

Bókin skiptist í fjóra hluta:

1. Almenn atriði

2. Gæðastjórnun

3. Viðhaldsstjórnun

4. Stjórnun heilbrigðis og öryggis á vinnustað

Höfundur bókarinnar er véla-, flugvéla- og rekstrarverkfræðingur að mennt og hefur lengi starfað við staðlatengd málefni, flugöryggismál og stjórnunarkerfi. Hann starfar í dag sem ráðgjafi hjá Jensen ráðgjöf.