Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Áttunda Davíðsbók

  • Höfundur Davíð Hjálmar Haraldsson
Forsíða bókarinnar

Fátt er áhrifameira en að lesa ljóð undir flóknum bragarhætti og sjá og finna að allt kemst til skila, verða vitni að því hvernig orðfærnin ljómar af hverri braglínu. Davíð Hjálmar er meistari hins hefðbundna ljóðs. Þessi bók er samfelld veisla fyrir hvern þann sem ann íslenskri braglist.

Davíð Hjálmar Haraldsson er löngu orðinn landsþekktur fyrir kveðskap sinn. Hann bregður fyrir sig fjölmörgum bragarháttum, sumum ótrúlega flóknum og erfiðum. Aldrei verður þess þó vart að hinar ströngu reglur hefti hann í því sem hann vill segja. Þvert á móti er eins og snúnir og erfiðir bragarhættir lyfti honum svolítið, merkingin verður ljós, boðskapurinn er á sínum stað og ljóðið skilar fyllilega því sem ætlast er til.

Fátt er áhrifameira en að lesa ljóð undir flóknum bragarhætti og sjá og finna að allt kemst til skila, verða vitni að því hvernig orðfærnin ljómar af hverri braglínu.

Davíð Hjálmar er meistari hins hefðbundna ljóðs. Þessi bók er samfelld veisla fyrir hvern þann sem ann íslenskri braglist.