Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Bara aðeins meira

  • Höfundur Simona Ahrnstedt
  • Þýðandi Friðrika Benónýsdóttir
Forsíða bókarinnar

Á aðeins einum degi missti Stella allt sem henni var kærast – unnustann, heimili sitt og starfið. Eftir að hafa drekkt sorgum sínum um kvöldið, grátið sáran og hrellt sinn fyrrverandi á netinu rennur upp fyrir henni að hún verði að yfirgefa Stokkhólm. En hvert á hún að fara?

Á endanum verður niðurníddur sumarbústaður í Suður-Svíþjóð fyrir valinu. Það er staður uppfullur af minningum sem tengjast fjölskyldu hennar, svo ekki sé minnst á brjálaður geitur, afundna unglinga – og sjálfumglaðan vistvænan bónda sem reynist óvænt kyssa vel. Áður en Stella veit af hefur stórborgarstelpan sogast inn í sorgir og gleði fólks í dreifbýlinu.

Spennandi og hugljúf ástarsaga um leit ungrar konu að sjálfri sér á stað þar sem hún á ekki heima.

Sænska ástarsögudrottningin og femínistinn Simona Ahrnstedt sló rækilega í gegn með Teflt á tvær hættur-seríunni (Aðeins ein nótt, Aðeins eitt leyndarmál og Aðeins ein áhætta). Bara aðeins meira er önnur sjálfstæða bókin í nýrri seríu sem kallast Seiðmagn andstæðnanna, en þeirri fyrstu, Allt eða ekkert, var mjög vel tekið.