Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Beinaslóð

Forsíða bókarinnar

Maður nokkur leggur blómsveig á yfirgefna strönd á Ölandi. Stuttu síðar deyr hann við grunsamlegar aðstæður. Þegar lögregluforinginn Tilda lyftir upp blómsveignum koma í ljós jarðneskar leifar manns sem síðast sást á lífi með frænda Tildu, gamla skútuskipstjóranum Gerlof Davidsson.

„Tilnefning: Glæpasaga ársins“

Sænska glæpasagnaakademían

Gerlof er heilsuveill og veikburða en telur sér skyldt að rannsaka hvers vegna gamall harmleikur getur enn vakið ótta og hatur. Morðið á ströndinni er aðeins upphafið, svo djúpt ristir hatrið.

Hinar mögnuðu og æsispennandi skáldsögur sænska verðlaunahöfundarins Johans Theorins, sem gerast á Ölandi, hafa farið sigurför um heiminn og verið þýddar á fleiri en 25 tungumál. Beinaslóð er fimmta bókin í flokknum, en áður eru út komnar bækurnar Hvarfið, Náttbál, Steinblóð og Haugbúi, sem allar hafa fengið hinar bestu viðtökur íslenskra lesenda.

„Höfundur í heimsklassa“

Crimezone.nl