Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Björn Pálsson

Flugmaður og þjóðsagnapersóna

  • Höfundur Jóhannes Tómasson
Forsíða bókarinnar

Björn Pálsson var frumkvöðull í sjúkraflugi á Íslandi. Hann vann marga hetjudáðina og var kallaður "bjargvættur landsbyggðarinnar" en hann var oft eina lífsvon sjúkra og slasaðra úti á landi. Hann fór í loftið þótt veðurútlitið væri allt annað en gott til flugs, svo ekki sé nú minnst á lendingarstaðina sem sumir voru varla meira en "lófastærð".

Í þessari bók er einstakur flugmannsferill Björns Pálssonar rakinn í máli og myndum. Greint er frá ótrúlegum björgunarafrekum hans, fjölbreyttum verkefnum og flugvélunum tólf sem hann átti.