Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Borgirnar ósýnilegu

  • Höfundur Italo Calvino
  • Þýðandi Brynja Cortes Andrésdóttir
Forsíða bókarinnar

Í þessari einstöku skáldsögu ræða saman Marco Polo og kínverski keisarinn Kublai Khan. Ítalski landkönnuðurinn lýsir fyrir gestgjafa sínum með töfrandi hætti hverri borginni af annarri í ríki keisarans – en smám saman kemur í ljós að hann er í raun aðeins að lýsa einni borg, hinni undursamlegu heimabyggð hans sjálfs, Feneyjum.

Eitt af meistaraverkum tuttugustu aldar bókmennta þar sem kallast á raunveruleiki og ímyndun – og klókindi skáldskaparins opinberast með margslungnum hætti.