Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ég heiti Selma

  • Höfundur Selma van de Perre
  • Þýðandi Ragna Sigurðardóttir
Forsíða bókarinnar

Selma van de Perre var sautján ára gömul þegar seinni heimsstyrjöldin brast á árið 1941. Fram að því hafði hún átt áhyggjulausa æsku og unglingsár en í einu vetfangi breyttist allt, því að Selma og fjölskylda hennar voru gyðingar. Foreldrar Selmu og systir hennar voru send í vinnubúðir nasista en Selmu tókst að koma sér undan.

Eftir það varð hún að standa á eigin fótum og gekk til liðs við andspyrnuhreyfinguna. Hún leyndi því hver hún var í raun til að tryggja öryggi sitt og fjölskyldu sinnar og tók upp nafnið Margareta van der Kuit, litaði hárið sitt ljóst og brá sér í ýmis gervi til að fela uppruna sinn. Selma starfaði fyrir andspyrnuhreyfinguna í tvö ár þar til hún var handtekin og flutt í Ravensbrück-fangabúðirnar.

Selma hélt lífi og limum með því að halda sig við dulnefni sitt og var það ekki fyrr en að stríði loknu sem hún þorði loks að segja á nýjan leik: Ég heiti Selma.

„Við vorum venjulegt fólk sem lenti í óvenjulegum kringumstæðum,“ skrifar Selma í endurminningum sínum. Ég heiti Selma er harmræn og hrífandi saga um atburði sem aldrei mega gleymast.