Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ég verð aldrei ungfrú meðfærileg

Baráttusaga Guðrúnar Jónsdóttur

  • Höfundur Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir
Forsíða bókarinnar

Guðrún Jónsdóttir er með mikilvægustu brautryðjendum kvennabaráttunnar á síðustu öld og fram á þessa. Hún var í hópi þeirra kvenna sem brutu glerþak stjórnmálanna með Kvennaframboðinu og síðar átti hún stóran þátt í því að rjúfa þagnarmúrinn kringum kynferðisofbeldi. Þetta er saga um mikla baráttukonu sem aldrei lét beygja sig.