Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Eiríkur af Pommern

Konungur Íslands og Norðurlanda

Forsíða bókarinnar

Eiríkur af Pommern var konungur Íslands í 53 ár, frá 1389 - 1442, lengur en nokkur annar að Kristjáni IV einum undanskildum. Hans er þó sjaldan getið rækilega í íslenskum söguritum en í þessari bók er ljósi varpað á sögu hans og forvitnilega þætti í sögu Norðurlanda og Eystrasalts á miðöldum.