Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Fólkið á Eyrinni

smámyndir og þættir

  • Höfundur Örlygur Kristfinnsson
Forsíða bókarinnar

Fólkið á Eyrinni, smámyndir og þættir, eftir Örlyg Kristfinnsson, er nokkurs konar framhald bókanna Svipmyndir úr síldarbæ 1 og 2. Hann leiðir lesandann um tvær götur sem mynda kross á miðri Siglufjarðareyri og segir frá fólkinu sem þar bjó og sérstæðum vegfarendum.

Hversdagslífið í bænum þar sem allt er gegnsýrt af síldinni er höfundi hugleikið en reglulega verða sögukaflarnir í stíl við ógleymanlegar mannlífsmyndir fyrri bókanna - og stundum lendum við óvænt á öðrum slóðum.