Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður

  • Ritstjórar Ólöf Kristín Sigurðardóttir og Æsa Sigurjónsdóttir
  • Höfundar Sigrún Inga Hrólfsdóttir og Guðmundur Oddur Magnússon
Forsíða bókarinnar

Vegleg bók sem er heimild um ævistarf Hildar Hákonardóttur með umfjöllun um lykilverk hennar og myndum frá ferlinum

Í bókinni er að finna umfjöllun um ævistarf Hildar Hákonardóttur og ritgerð Sigrúnar Hrólfsdóttur sýningarstjóra um listakonuna auk greinar eftir Guðmund Odd Magnússon. Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri Listasafns Reykjavíkur ritar formála.

Bókin var gefin út í tilefni af sýningunni Hildur Hákonardóttir: Rauður þráður sem var opnuð á Kjarvalsstöðum í janúar 2023 og er afrakstur tímabundinnar rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur sem sett var á laggirnar æu sanstarfi við listfræðideild hugvísindasviðs Háskóla Íslands en verkefnið hlaut öndvegisstyrk Safnaráðs til þriggja ára.