Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Hljóðin í nóttinni

Minningasaga

  • Höfundur Björg Guðrún Gísladóttir
Forsíða bókarinnar

Eymd og niðurlæging í Höfðaborginni í Reykjavík og sársaukafullt uppgjör við margt af því ljótasta sem lífið hefur upp á að bjóða. Björg var fyrst til að greina frá því hvernig Skeggi Ásbjarnarson níddist á börnum sem áttu undir högg að sækja.

Þessi minningasaga Bjargar Guðrúnar Gísladóttur var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna 2014.

Minningasaga Bjargar Guðrúnar Gísladóttur, Hljóðin í nóttinni, vakti þjóðarathygli þegar hún kom fyrst út árið 2014. Átakanlegar örlagasögur sem mótuðu líf lítillar stúlku og foreldra hennar á sjöunda áratug síðustu aldar. Hörð lífsbarátta í eymd og niðurlægingu í Höfðaborginni í Reykjavík. Og sársaukafullt uppgjör við margt af því ljótasta sem lífið hefur upp á að bjóða.

Í þessari áhrifamiklu bók greindi Björg Guðrún Gísladóttir meðal annars fyrst frá því hvernig hinn virti barnaskólakennari Skeggi Ásbjarnason níddist á börnum sem áttu undir högg að sækja í Laugarnesskóla.

„Björg Guðrún er afskaplega sterk og hugrökk manneskja að segja okkur þessa áhrifamiklu sögu sem lætur engan ósnortinn.“

Ingveldur Geirsdóttir, Morgunblaðið

„Hún á skilið allt það lof sem hún er að fá.“

Egill Helgason, Kiljan