Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Matreiðsla

Matvælabraut - 1. þrep

  • Höfundar Hermann Þór Marinósson, Hinrik Carl Ellertsson, Sigurður Daði Friðriksson, Ragnar Wessman og Ægir Friðriksson
Forsíða bókarinnar

Vefbókin er ætluð til kennslu á fyrsta þrepi matvælabrauta. Í henni er farið yfir helstu grunnatriði sem nauðsynleg eru fyrir áframhaldandi nám og starf í matreiðslu. Hún ætti enn fremur að gagnast öllu áhugafólki um matargerð og matvælaöryggi.

Vefbókin skiptist í nokkra meginkafla sem eru:

Matvælaöryggi, áhöld og hnífar, soð-, sósu- og súpugerð, hráefnisfræði, matreiðslu- og eldunaraðferðir og eftirréttargerð.

Bókin hefur að geyma fjölda mynda og myndbanda sem eru lýsandi fyrir efni bókarinnar auk orðskýringa og gagnvirkra verkefna.

Höfundarnir hafa allir kennt við matvælabraut Menntaskólans í Kópavogi.