Gengið til friðar
Saga andófs gegn herstöðvum og vígbúnaðarhyggju á Íslandi 1946–2006
Herstöðvamálið var stærsta pólitíska deilumálið á seinni helmingi 20. aldar. Baráttan gegn her í landi og veru Íslands í hernaðarbandalagi gat af sér öflugar fjöldahreyfingar. Gengið til friðar er saga þessara átaka allt frá undirritun Keflavíkursamningsins árið 1946 og til ársins 2006.