Höfundur: Björn G. Björnsson

Frumherjar

Tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900

Bókin fjallar um frumherja í íslenskri húsagerð sem eru fæddir fyrir aldamótin 1900, fimm í Reykjavík og fimm úti á landi. Þeir lærðu fyrstu handtökin í smiðjunni heima, fóru í Iðnskólann eða í smíðanám hjá góðum meisturum, kláruðu sveinsstykkin sín - jafnvel tvö - og tóku stefnu á teikniskóla í Kaupmannahöfn, Noregi eða í Þýskalandi.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Húsameistari í hálfa öld Einar I. Erlendsson og verk hans Björn G. Björnsson Hið íslenska bókmenntafélag Glæsileg samantekt um ævi og verk Einars I. Erlendssonar arkitekts en fáir íslenskir arkitektar hafa átt lengri og viðburðaríkari starfsævi. Enginn skráði þá merku sögu á meðan Einars naut við en sjálfur gaf hann sig lítt að því að ræða eða skrifa um eigin störf. Nú hefur loks verið ráðin nokkur bót á með þessu yfirlitsriti Björns G. Björnssonar.