Höfundur: Julie Caplin

Litla kökuhúsið í París

Í notalegu hverfi í París – borg ástarinnar – er lítið kökuhús sem bíður eftir því að verða uppgötvað. Rómantík gæti alveg verið þar á matseðlinum … Nína Hadley ólst upp með fjórum eldri bræðrum. Þegar henni bauðst að flytjast til Parísar og hjálpa til á sætabrauðsnámskeiði var hún spennt að segja au revoir við hina ráðríku bræður sína.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Litla bakaríið í Brooklyn Julie Caplin Ugla Í litla bakaríinu í Brooklyn er rómantík í lofti innan um girnilegt úrval af kökum og sætabrauði. Á hæðinni fyrir ofan býr Sophie Bennings, nýkomin til New York. Hún er alls ekki í rómantískum hugleiðingum eftir sársaukafull sambandsslit. Hún hellir sér út í nýja starfið á vinsælu tímariti þar sem hún skrifar um mat.
Litla kaffihúsið í Kaupmannahöfn Julie Caplin Ugla Kate Sinclair finnst líf hennar í London vera fullkomið. Hún á hrífandi kærasta og nýtur velgegngi í starfi. En þá svíkur kærastinn hana og hreppir sjálfur stöðuhækkunina sem hún hafði sóst eftir. Niðurbrotin fer hún að efast um sjálfa sig og allt – og verður einfaldlega að komast burt.