Höfundur: Sigurður Karlsson

Maðurinn sem dó

Jaakko Kaunisma er farsæll sveppabóndi í finnskum smábæ þar til einn fagran sumardag að líf hans umturnast. Niðurstöður læknisrannsókna staðfesta að honum hefur verið byrlað eitur, í smáum skömmtum á löngum tíma. Hann er dauðvona aðeins 37 ára gamall. Hefst nú æsispennandi leit hans að þeim sem vilja hann feigan.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Nornaveiðar Max Seeck Forlagið - JPV útgáfa Eiginkona glæpasagnahöfundarins Rogers Koponen finnst myrt og stillt upp í afkáralegri stellingu á heimili þeirra á meðan hann er hinum megin á landinu að kynna nýjustu bókina sína. Lögreglukonan Jessica Niemi stýrir rannsókninni og þegar fleiri uppstillt lík koma í ljós telur hún að raðmorðingi sé að endurskapa atriði úr bókum Koponens.
Ofurstynjan Rosa Likson Skrudda Í Lapplandi situr öldruð kona á eintali við sjálfa sig og lífssaga hennar streymir fram. Hún er fædd á tíma haturs – hún vex upp og verður kona á tíma haturs og hefndar. Faðir hennar hafði gert hana að dóttur hins hvíta Finnlands – eiginmaður hennar, Ofurstinn, gerir hana að nasista. Finnska þjóðin býr sig undir stríð við Sovét-Rússland, fyrst ...