Æviskeið

Starfssaga Þorkels Bjarnasonar hrossaræktarráðunautar

Forsíða bókarinnar

Þorkell Bjarnason var hrossaræktarráðunautur B.Í. í 35 ár og hafði fulla yfirsýn yfir allt hrossaræktarstarf í meira en 60 ár.

Með ævistarfi sínu lagði hann grundvöll að því ævintýri sem íslensk hrossarækt er nú orðin. Með ræktendum og samstarfsfólki setti hann hásölum hestamennskunnar þá traustu hornsteina sem þeir hvíla nú á.

Í Æviskeiði kemur fram margháttaður fróðleikur um öll helstu kynbótahross, sem komu fram á sjónarsviðið á seinni helmingi 20. aldar.

Bókina prýðir fjöldi ljósmynda. Henni fylgja nafna- og myndaskrár, sem auðvelda yfirsýn og tryggja notagildi hennar sem uppflettirits. Vonir standa til að bókin verði yndislestur flestra hestamanna.

Kannski verður það að áhrínsorðum, sem þakklátur lesandi kvað uppúr með að loknum fyrsta lestri: Æviskeið verður biblía allra hestamanna um langan aldur.