Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Álfadalur

Sönn saga um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess

Forsíða bókarinnar

Höfundur rekur hér sögu móður sinnar, Sigurbjargar Oddsdóttur frá Álfadal á Ingjaldssandi. Þetta er saga harðrar lífsbaráttu, hroðalegrar grimmdar og lamandi meðvirkni svo lesandann rekur í rogastans. En það er líka saga af ótrúlegri þrautseigju og viljastyrk konu sem tekst að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir hörmuleg áföll.

Í þessari bók rekur Guðrún Jónína Magnúsdóttir sögu móður sinnar, Sigurbjargar Oddsdóttur frá Álfadal á Ingjaldssandi. Þetta er saga harðrar lífsbaráttu, hroðalegrar grimmdar og lamandi meðvirkni svo lesandann rekur í rogastans. En það er líka saga af ótrúlegri þrautseigju og viljastyrk konu sem tekst að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir hörmuleg áföll. Miðaldra segir hún dóttur sinni sögu af skelfilegu leyndarmáli fjölskyldunnar.