Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ofurstynjan

Forsíða bókarinnar

Í Lapplandi situr öldruð kona á eintali við sjálfa sig og lífssaga hennar streymir fram. Hún er fædd á tíma haturs – hún vex upp og verður kona á tíma haturs og hefndar. Faðir hennar hafði gert hana að dóttur hins hvíta Finnlands – eiginmaður hennar, Ofurstinn, gerir hana að nasista.
Finnska þjóðin býr sig undir stríð við Sovét-Rússland, fyrst vetrarstríðið og síðan framhaldsstríðið í félagi við Þýskaland nasista. Hér eru ýfð upp gömul sár svo ódaunn sögunnar verður ekki umflúinn.