Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Orð, ekkert nema orð

Forsíða bókarinnar

Bubbi Morthens er elskaður og dáður fyrir einlæg ástarljóð sín, beittar ádeilur og skarpa sjálfsgagnrýni í söngvum og textum. Hér birtir hann fjölbreytt ljóð um lífið og ástina, orðin og náttúruna, ásamt áhrifamiklum minn­ingar­ljóðum um tónlistarfólk og ágengum prósaljóðum. Allt eru þetta kraftmiklar myndir mótaðar í orð af skáldi sem á erindi við samtímann.