Reykjavík
Í ágúst 1956 hverfur ung stúlka, Lára Marteinsdóttir, úr vist í Viðey og eftir það spyrst ekkert til hennar. Áratugum saman hvílir mál Láru þungt á íslensku þjóðinni og engin skýring kemur fram á hvarfi hennar. Í ágúst 1986 fer ungur blaðamaður að grafast fyrir um þetta dularfulla mannshvarf – með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Hér bjóða Ragnar Jónasson og Katrín Jakobsdóttir lesendum í ferðalag á vit sumarsins þegar Reykjavík átti 200 ára afmæli, Bylgjan og Stöð 2 voru að fara í loftið og leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjovs stóð fyrir dyrum. Og þetta sumar komu líka fram óvæntar vísbendingar um afdrif Láru Marteinsdóttur.
Reykjavík var mest selda bók ársins 2022 og hlaut mikið lof gagnrýnenda, auk þess að vera tilnefnd til Blóðdropans – Íslensku glæpasagnaverðlaunanna. Þá er bókin væntanleg á fjölda tungumála um allan heim.
„Einn besti krimmi sem ég hef lesið lengi.“
Gísli Marteinn Baldursson
STEINÞÓR GUÐBJARTSSON, MORGUNBLAÐINU
„Rígheldur lesandanum ... Naut hverrar sekúndu.“
BJÖRN ÞORLÁKSSON, FRÉTTABLAÐINU
„... spennandi og heldur lesandanum vel frá fyrstu blaðsíðunum – það er erfitt að leggja bókina frá sér.“
MARTÍNA ÝR KAŠPAROVÁ, STUNDINNI
„Glæsilega samin ráðgáta eftir tvo stórsnjalla glæpasagnahöfunda.“
ANTHONY HOROWITZ
„Norræan glæpasaga í hæsta gæðaflokki."
FINANCIAL TIMES