Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Saga Keflavíkur 1949–1994

Forsíða bókarinnar

Saga Keflavíkur á árunum 1949 til 1994 er ólík sögu annarra sveitarfélaga á Íslandi á sama tímabili. Nálægð bæjarins við herstöðina og samskipti við bandaríska herinn settu mark sitt á þróun bæjarins sem og stækkun flugstöðvarinnar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda sem bregða lifandi ljósi á liðna tíð.

Lífið í Keflavík snerist þó ekki aðeins um her, flugvöll og brauðstrit. Í bænum blómstraði menningin þar sem tónlist skipaði stóran sess, enda Keflavík oft verið nefnd Bítlabærinn.

Í þessu fjórða og síðasta bindi af sögu Keflavíkur er fjallað um tímabilið frá því að bærinn varð sjálfstætt bæjarfélag með sjávarútveg sem helstu atvinnugrein þar til hann sameinaðist Njarðvík og Höfnum og úr varð sveitarfélagið Reykjanesbær árið 1994.

Höfundurinn, Árni Daníel Júlíusson sagnfræðingur, hefur víða leitað fanga við ritun bókarinnar og er textinn í senn sérlega fróðlegur og aðgengilegur.