Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Skáld-Rósa

Heildarsafn kveðskapar

Forsíða bókarinnar

Skáldskapur Rósu Guðmundsdóttur (1795–1855) birtist hér í fyrsta sinn í heildstæðu safni sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði og bjó til prentunar. Formála ritar Elísabet Jökulsdóttir skáld sem segir þar m.a. „Skáld-Rósa er skáld því hún býr yfir umbreytingarafli, skáldlegum þrótti og skáldlegri sýn. ... hún veinar meðan hjartað springur.“

Skáld-Rósa er óumdeilt í fremstu röð þjóðskálda Íslendinga. Hún var fátæk alþýðukona sem átti stormasama ævi mikilla ásta. Þar er hún í senn fyrirmynd kvenhetjunnar á öllum tím­um og víti til varnaðar hinum vammlausu.

Skáldskapur Rósu Guðmundsdóttur (1795–1855) birtist hér í fyrsta sinn í heildstæðu safni sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku ritstýrði og bjó til prentunar.

Formála bókar ritar Elísabet Jökulsdóttir skáld.

--

Skáld-Rósa er skáld því hún býr yfir umbreyt­ingarafli, skáldlegum þrótti og skáldlegri sýn. Hennar skáldlega sýn birtist í því að hún umbreytir tilfinningum í náttúrulýsingar. ... Hún grætur ekki bara, hún veinar, hjartað springur, hún veinar meðan hjartað springur. ... Það er merkilegt að Ljóðabréf Skáld-Rósu til Natans sé ekki á sama stalli og Sonatorrek Egils, eða Hraundrangaljóð Jónasar ...

(Elísabet Jökulsdóttir)