Skáld-Rósa
Heildarsafn kveðskapar
Skáldskapur Rósu Guðmundsdóttur (1795–1855) birtist hér í fyrsta sinn í heildstæðu safni sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson ritstýrði og bjó til prentunar. Formála ritar Elísabet Jökulsdóttir skáld sem segir þar m.a. „Skáld-Rósa er skáld því hún býr yfir umbreytingarafli, skáldlegum þrótti og skáldlegri sýn. ... hún veinar meðan hjartað springur.“
Skáld-Rósa er óumdeilt í fremstu röð þjóðskálda Íslendinga. Hún var fátæk alþýðukona sem átti stormasama ævi mikilla ásta. Þar er hún í senn fyrirmynd kvenhetjunnar á öllum tímum og víti til varnaðar hinum vammlausu.
Skáldskapur Rósu Guðmundsdóttur (1795–1855) birtist hér í fyrsta sinn í heildstæðu safni sem Ragnar Ingi Aðalsteinsson frá Vaðbrekku ritstýrði og bjó til prentunar.
Formála bókar ritar Elísabet Jökulsdóttir skáld.
--
Skáld-Rósa er skáld því hún býr yfir umbreytingarafli, skáldlegum þrótti og skáldlegri sýn. Hennar skáldlega sýn birtist í því að hún umbreytir tilfinningum í náttúrulýsingar. ... Hún grætur ekki bara, hún veinar, hjartað springur, hún veinar meðan hjartað springur. ... Það er merkilegt að Ljóðabréf Skáld-Rósu til Natans sé ekki á sama stalli og Sonatorrek Egils, eða Hraundrangaljóð Jónasar ...
(Elísabet Jökulsdóttir)