Höfundur: Esther Ágústsdóttir

Geðhvörf fyrir byrjendur

Hvernig heldur þú jafnvæginu?

Um er að ræða myndskreytta handbók sem svarar ýmsum spurningum fólks með nýgreind geðhvörf og aðstandenda þeirra. Bókin leggur áherslu á von, lífsgæði, tilgang með lífinu, valdeflingu notenda og leiðir til bata.