Hannyrðir

Heklað á minnstu börnin

Fjölbreyttar og fallegar uppskriftir að hekluðum flíkum fyrir börn á aldrinum 0-24 mánaða en í bókinni eru einnig uppskriftir að ýmsu öðru fyrir barnið og barnaherbergið. Flíkurnar eru einfaldar og látlausar og áhersla er lögð á sem minnstan frágang. Hér geta bæði byrjendur í hekli og reyndir heklarar fundið eitthvað við sitt hæfi.

Skólapeysur

Hér eru tólf uppskriftir að heilum peysum fyrir sex til fjórtán ára börn; fljótlegum, einlitum peysum, peysum með útprjóni og peysum með klassískum munsturbekkjum. Þetta er fjórða bókin frá Prjónafjelaginu sem hefur áður sent frá sér vinsælar prjónabækur með uppskriftum fyrir yngri börn.