Íþróttir og útivist

Bestu karlarnir

Öflugustu fótboltamenn heims

Viltu kynnast þeim allra bestu? Lestu allt um hetjurnar. Hverjir eru þeir? Hvað geta þeir? Hverjar eru þeirra sterkustu hliðar? Hér kynnist þú betur helstu snillingum heims í fótbolta, Mbappé, Bellingham, Vinícius Júnior, Musiala, Lamine Yamal og öllum hinum. Líflegur og fróðlegur texti, flottar myndir, skemmtilegar staðreyndir.

Fjöllin í Grýtubakkahreppi

Gengið á fjallatinda og í fjallaskörð á Gjögraskaga vestan Flateyjardals

Hér segir frá fjallgöngum um Gjögraskaga, vestan Flateyjardals inn fyrir Víkurskarð. Bókin er tvískipt, annars vegar ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi og hins vegar 13 gönguleiðarlýsingar á valin fjöll á svæðinu. Um 280 ljósmyndir eru í bókinni, auk 47 korta, þar af er eitt stórt af svæðinu.

Íslensk knattspyrna 2024

Bækur Víðis Sigurðssonar um íslenska knattspyrnu eru einstakar og eiga engan sinn líka í heiminum. Þessi vinsæli bókaflokkur hefur nú komið út í rúm fjörutíu ár og hefur aldrei verið betri. Hér finnur áhugafólk um knattspyrnu allt sem gerðist í íslenska boltanum á árinu 2024 í máli og myndum. Ómissandi árbók allra áhangenda íslenskrar knattspyrnu.

Laxá

Lífríki og saga mannlífs og veiða. Veiðistaðalýsingar í Mývatnssveit og Laxárdal

Veiðistaðalýsing fyrir Laxá í Mývatnssveit og Laxárdal ásamt þáttum um lífríki, sögu og mannlíf við þessa merku silungsveiðiá. Frásagnir af merku fólki og náttúrufari árinnar sem nýtur alþjóðlegrar friðunar.

Real Madrid

Konungar knattspyrnunnar

„Að spila fyrir Real er eins og að snerta himininn,“ segja Spánverjar. Margir bestu fótboltamenn sögunnar hafa spilað með liðinu og sigurgangan er rétt að byrja. Í þessari skemmtilegu bók, sem er fyrir alla aldurshópa, er saga liðsins rakin frá snillingum fyrri tíma til stjarna samtímans. Líflegur texti, flottar myndir, fróðlegar staðreyndir.