Ævisögur og endurminningar

Churchill

Stjórnvitringurinn framsýni

Winston Churchill er eini stjórnmálaleiðtogi mannkynssögunnar sem „hefur átt sína eigin kristalkúlu,“ sagði Richard Nixon Bandaríkjaforseti. Churchill bjó nefnilega yfir einstakri gáfu til að sjá fram í tímann og spá fyrir um óorðna hluti. Að baki bjó yfirgripsmikil söguþekking hans, víðtæk reynsla og óvenjulegt hugarflug og innsæi.

Aldarlýsing - Ættarsaga Drottningin í Dalnum

Guðrún Margrét Þorsteinsdóttir

Saga Guðrúnar Margrétar Þorsteinsdóttur, tveggja eiginmanna og sona hennar í Vatnsdal, er um margt merkileg. Foreldrar hennar urðu að láta hana frá sér vegna fátæktar og ómegðar þegar hún var þriggja ára. Hún eignaðist þrjú börn og varð ekkja í annað sinn 42 ára. Í kjölfarið keypti hún jörðina Haukagil í Vatnsdal og bjó þar með reisn í 26 ár.

Duna

Saga kvikmyndagerðarkonu

Guðný Halldórsdóttir, Duna, er afkastamesta kvikmyndagerðarkona þjóðarinnar. Eftir hana liggja ástsælar gamanmyndir eins og Stella í orlofi en líka dramatískar myndir líkt og Veðramót auk fjölda heimildarmynda og sjónvarpsþátta. Hér hefur Duna sjálf orðið og fer yfir viðburðaríkan feril í sprenghlægilegu en heiðarlegu uppgjöri.

Ég átti að heita Bjólfur

Æskuminningar

Sjónvarpsmaðurinn góðkunni, Jón Ársæll Þórðarson, segir hér sögur úr æsku sinni og rifjar upp veröld sem var fyrir ekki svo mörgum árum, oft á kíminn hátt. Uppvaxtarárin austur á fjörðum, sveitin í Jökulsárhlíð, síldin, sjómennskan, mótunarárin vestur í bæ, grásleppuútgerðin, heimabruggið og margt fleira er rifjað upp á síðum bókarinnar.

Ég skal hjálpa þér

Saga Auriar

Auri Hinriksson fæddist á Srí Lanka en flutti fertug til Ísafjarðar. Hún á að baki merka ævi og er þekktust fyrir að hafa aðstoðað fólk ættleitt frá Srí Lanka við að finna líffræðilega foreldra sína og fjölskyldu. Saga Auriar er einstök frásögn af kjarkmikilli konu sem lætur ekki brjóta sig niður heldur rís upp og blómstrar mitt í mótlætinu.

Frá Hollywood til heilunar

Að vakna til betra lífs – Saga Jóhönnu Jónas, heilara, leikkonu og dansara

Áhrifamikil frásögn af lífshlaupi Jóhönnu Jónas, sem ung að árum þurfti að kljást við ótal erfiðar áskoranir og áföll. Síðar naut hún lengi velgengni sem leikkona en skipti svo alveg um pól og starfar nú sem eftirsóttur orkuheilari og kennari. „Einstök bók full af hlýju, visku og lífsreynslu.“ / Jóga Gnarr

Guð er raunverulegur

Ævintýralegar lífsreynslusögur og lykilatriði

Þessi bók lýsir því hvernig lífið umbreytist í magnþrungið ævintýri leyfi maður sér að trúa án þess að efast. Aðeins með Guði hefur sagan sem hér er sögð getað raungerst og sýnir að sannleikurinn getur verið langtum ótrúlegri en ímyndaður skáldskapur. Lýst er ævintýralegu lífshlaupi og eru endurminningarnar eins og besti spennutryllir á köflum.

Hnífur

Hugleiðingar í kjölfar morðtilraunar

Árið 2022 réðst grímuklæddur maður með hníf á Salman Rushdie og veitti honum lífshættulega áverka. Hér segir Rushdie í fyrsta sinn frá þessum skelfilegu atburðum og langri leiðinni til bata. Þetta er meistaraleg og afar opinská frásögn eins fremsta rithöfundar okkar tíma, hjartnæm lesning um lífið og ástina og styrkinn til að rísa upp að nýju.