Opin gögn
Opin gögn úr Bókatíðindum eru fyrst og fremst ætluð til hægðarauka fyrir bókasöfn, verslanir eða fólk sem vinnur með upplýsingar um bækur og þarf að færa upplýsingarnar sjálfvirkt inn í sína gagnagrunna, töflureikna og önnur tölvukerfi.
Skilyrði um notkun gagna úr Bókatíðindum
- Upplýsingar og gögn úr umsjónarkerfi Bókatíðinda eru varðar með höfundarrétti og er ýmist í eigu eða á ábyrgð Félags íslenskra bókaútgefenda eða einstakra útgefenda, höfunda, myndhöfunda, þýðenda o.s.frv. og eru þær sömu og birtast í prent- og vefútgáfum Bókatíðinda.
- Opinber notkun og birting, t.d. vef eða í appi á gögnum úr Bókatíðindum, sem og notkun í hagnaðarskyni er háð sérstöku leyfi og uppfylltum skilyrðum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.
- Ekki er leyfilegt að gefa það í skyn að Félag íslenskra bókaútgefenda eða einstakir bókaútgefendur hafi lagt sérstaka blessun sína yfir notkun á gögnum úr Bókatíðindum nema með sérstöku leyfi og uppfylltum skilyrðum frá Félagi íslenskra bókaútgefenda.
- Birting, uppbygging gagnanna og staðsetning endapunkta getur breyst án fyrirvara.
- Eins og er er ekki krafist auðkenningar til notkunar á gögnum úr Bókatíðindum en það getur einnig breyst án fyrirvara.
Uppbygging gagna
JSON-gögnin eru byggð upp af fylki (e. array) af hlutum (e. objects) sem svo innihalda upplýsingar um hverja bók í þeim árgangi Bókatíðinda sem hefur verið valinn.
Slóðir á myndir
Hægt er að bæta ?include_images=true
aftan við vefslóðina til að fá vefslóðir á mynd af kápu hverrar bókar.
Vefslóðir
Árgangur | Vefslóð |
---|---|
Núverandi árgangur | https://www.bokatidindi.is/argangar/current.json |
Bókatíðindi 2021 | https://www.bokatidindi.is/argangar/1.json |
Bókatíðindi 2022 | https://www.bokatidindi.is/argangar/2.json |
Bókatíðindi 2023 | https://www.bokatidindi.is/argangar/23.json |
Bókatíðindi 2024 | https://www.bokatidindi.is/argangar/26.json |