Barnabækur - Skáldverk 12-18 ára

Dýrabær

Huginn endursegir Animal farm eftir George Orwell á 74 myndskreyttum blaðsíðum. Verkið á brýnt erindi í dag þar sem lýðræði á víða undir högg að sækja og valdhafar ríghalda í völd sín og nota til eigin hagsbóta. Mannréttindi eru fótum troðin, líka hér á Íslandi, og þeir sem brjóta á réttindum lítilmagnans eru varðir af kerfinu.

Álfheimar Gyðjan

Hörkuspennandi lokaþáttur í bókaflokki prófessors Ármanns Jakobssonar um fjögur ungmenni í heimi álfanna. Dagný, Konáll, Soffía og Pétur reyna að fóta sig í gráa heiminum sem óbreyttir menntskælingar eftir að hafa neyðst til að flýja Tudati. Þrátt fyrir að vera komin heim er Dagný óróleg. Eru mannheimar í raunverulegri hættu?

Hvíti ásinn

Það er fátt venjulegt við Iðunni. Hún býr í felum og lítur ekki út eins og aðrir unglingar. Eftir óvænta heimsókn flytur hún á Himinbjörg og líf hennar breytist svo um munar. Mun hún loksins fá að tilheyra umheiminum eða verður lífið enn undarlegra? Í Hvíta ásnum fléttast heimur ása og vætta saman við framtíðina á ævintýralegan hátt.

Kynsegin

Endurminningar

Kynsegin er sjálfsævisaga Maia Kobabe sem segir á hreinskilinn hátt frá því að finna sjálft sig og að koma út sem kynsegin og eikynhneigt fyrir fjölskyldu híns og samfélagi. Með því að spyrja krefjandi spurninga um kynvitund verður þessi persónulega saga áhrifamikill vegvísir í átt að skilningi á okkur sjálfum og öðrum.