Ljóð og leikhandrit

Aðlögun

Sjötta ljóðabók Þórdísar Gísladóttur. Aðlögun nær til þeirra eiginleika sem hafa þróast hjá lífverum og auka möguleika þeirra á að lifa af og fjölga sér í tilteknu umhverfi. Aðlögun getur tekið á sig ýmsar myndir, svo sem líkamlegar breytingar, hegðunarbreytingar eða breytt mynstur hringrásar lífsins.

Árniður að norðan

Langflest ljóðanna í bókinni eru prósar sem sumir hverjir hafa dvalið með höfundi lengi. Hér fléttast saman fegurð, ást, sorg og væntumþykja. Ljóðin venslast hvert við annað á ýmsan hátt í dúr og moll. Það er stutt í húmorinn og höfundur gerir upp þessi 60 ár sem hann hefur bráðum lifað á einstakan hátt. Þessi bók er perla.

Dótarímur

Nýr rímnaflokkur handa börnum á öllum aldri. Rímurnar eru tíu talsins, hver og ein snýst um tiltekið dót eða leikföng. Þar gengur á ýmsu og flest reynist dótið frekar misheppnað. Allt þar til kemur að níundu rímu sem fjallar um bækur. Í beinu framhaldi kemur tíunda og síðasta ríman en þar birtist loks besta dót sem við eigum.

Ég er það sem ég sef

Fimmta bók höfundakollektífsins Svikaskálda er galsafengin og margræð ljóðabók um bugun og nýjar víddir, stiga sem ögra náttúrulögmálum, konur sem hringlar í og niðurföll sem soga til sín lífið sjálft. Svikaskáld eru Fríða Ísberg, Melkorka Ólafsdóttir, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir, Sunna Dís Másdóttir, Þóra Hjörleifsdóttir og Þórdís Helgadóttir.

Ferðalag um Ísland - Úr myrkri til birtu

Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson hafa unnið saman að margþættri skynreisu sem kannar Ísland í gegnum list og ljóð og tónlist frá Kaktus Einarssyni. Í gegnum þessa upplifun verður áhorfendum sökkt í leyndardómsfulla fegurð íslensks umhverfis og menningar. Bókin er á ensku og íslensku. Hún hefur að geyma 50 myndir og ljóð.

Föðurráð

Bubba Morthens þekkja allir og saga hans hefur verið sögð og skráð en Bubbi mætir sífellt nýjum veruleika: Hér yrkir hann um lífsreyndan föður sem fylgist með ungum dætrum á leið út í lífið, þann ólgusjó sem hann hefur sjálfur siglt, en ráð hans og orð fá ekki alltaf hljómgrunn. Í brjóstinu býr uggur en líka fögnuður yfir nýjum degi, nýrri veröld.

Góðra vina fundur

Ljóðaþýðingar Kristins Björnssonar

Fjársjóður þessi fannst fyrir hreina tilviljun.Jón Kristinsson, arkitekt, rakst á ljóðaþýðingar föður síns, Kristins Björnssonar, yfirlæknis á Hvítabandinu í bókasafni hins látna.Hér birtast vandaðar þýðingar á ljóðum eftir tuttugu og tvö evrópsk skáld.Það er mikil sköpunargleði og hugmyndaauðgi í orðavali þýðandans.