Listir og ljósmyndir

Ferðalag um Ísland - Úr myrkri til birtu

Erin Boggs og Einar Örn Benediktsson hafa unnið saman að margþættri skynreisu sem kannar Ísland í gegnum list og ljóð og tónlist frá Kaktus Einarssyni. Í gegnum þessa upplifun verður áhorfendum sökkt í leyndardómsfulla fegurð íslensks umhverfis og menningar. Bókin er á ensku og íslensku. Hún hefur að geyma 50 myndir og ljóð.

Gullsmíði í 100 ár

Innsýn í hönnun og handverk íslenskrar gull- og silfursmíði fyrr og nú. Hér ber fyrir augu fjölskrúðug djásn, allt frá skartgripum til skúlptúra og nytjahluta. Dýrindis safn muna sem íslenskir gullsmiðir hafa skapað á undangengnum hundrað árum. Bókin er gefin út í tilefni hundrað ára afmælis Félags íslenskra gullsmiða.

Innsýn, útsýn – Listasafn Íslands í 140 ár

Ný útgáfa í tilefni 140 ára afmælis Listasafns Íslands

Safneign Listasafns Íslands er bæði umfangsmikil og margslungin og geymir fjölmörg mikilvæg og merk verk sem eiga erindi við almenning. Tilefni þessarar útgáfu, þar sem fjallað er um valin listaverk úr safneigninni, er 140 ára afmæli safnsins. Hér er í máli og myndum fjallað um 140 af um 16.000 verkum í eigu safnsins.

Járn, hör, kol og kalk

Ljósmyndir af fullunnum verkum en líka ljósmyndir af ferlum á vinnustofu. Bókin er að hluta unnin í tengslum við sýningu í Listasafni Íslands 2024: „Járn, hör, kol og kalk“. Í bókinni eru jafnframt textar á ensku og íslensku eftir höfundana Ann-Sofie Gremaud, Erin Honeycutt, Geir Svansson, Gunnar Harðarson og Sigurbjörgu Þrastardóttur.

Loftleiðir 1944–1973

Icelandic Airlines

Ljósmyndabók á íslensku og ensku um Loftleiðir. Í bókinni er ævintýralegum ferli Loftleiða gerð skil, frá því þrír ungir menn stofnuðu fyrirtæki með eina litla flugvél og þar til félagið fór fimm ferðir á dag á risaþotum milli Lúxemborgar og New York, með viðkomu á Íslandi. Loftleiðaandinn sprettur ljóslifandi upp af blaðsíðum bókarinnar.

Myndlist á Íslandi

4. tölublað

Tímaritið er hugsað sem miðja fyrir myndlistarumfjöllun hér á landi – öflugur vettvangur fyrir umræðu og gagnrýna greiningu á myndlist og stöðu myndlistarfólks á Íslandi, auk þess sem rýnt er í gagnkvæmt samband íslensku senunnar við umheiminn. Tímaritið er gefið út einu sinni á ári í veglegri og fallegri prentútgáfu bæði á íslensku og ensku.

Óli K

Óli K. var fyrsti fastráðni blaðaljósmyndari landsins. Starfsævin spannaði um hálfa öld og á þeim tíma markaði hann sér sess sem mikilvægur þátttakandi á sviði íslenskrar menningar. Hér birtist úrval af verkum Óla K., bæði víðkunnar myndir sem óþekktar, um leið er saga hans sögð ítarlegar en áður hefur verið gert. Einstakur gripur.

Samspil

myndhöggvarar á Korpúlfsstöðum 1973-1993

Bókin er gefin út í tilefni af 100 ára fæðingarafmæli Ragnars Kjartanssonar og þess að 50 ár eru síðan Myndhöggvarafélagið í Reykjavík settu upp fyrstu almennu vinnustofurnar fyrir myndlistarmenn á Íslandi á Korpúlfsstöðum. Í bókinni er fjallað um feril Ragnars, sýninguna Samspil og áhrifaríka sögu vinnustofanna og starfsemi Myndhöggvarafélagsins.