Barnabækur - Teiknimyndasögur

Dýrabær

Huginn endursegir Animal farm eftir George Orwell á 74 myndskreyttum blaðsíðum. Verkið á brýnt erindi í dag þar sem lýðræði á víða undir högg að sækja og valdhafar ríghalda í völd sín og nota til eigin hagsbóta. Mannréttindi eru fótum troðin, líka hér á Íslandi, og þeir sem brjóta á réttindum lítilmagnans eru varðir af kerfinu.

Kynsegin

Endurminningar

Kynsegin er sjálfsævisaga Maia Kobabe sem segir á hreinskilinn hátt frá því að finna sjálft sig og að koma út sem kynsegin og eikynhneigt fyrir fjölskyldu híns og samfélagi. Með því að spyrja krefjandi spurninga um kynvitund verður þessi persónulega saga áhrifamikill vegvísir í átt að skilningi á okkur sjálfum og öðrum.

Goðheimar 14 Múrinn

Næstsíðasta bókin í þessum vinsæla myndasagnabálki. Frjósemisguðinn Freyr fær augastað á jötnameyjunni Gerði og Þjálfi er sendur til Gymisgarða í gervi Skírnis skósveins til þess að sannfæra stúlkuna um að eiga stefnumót við guðinn. Sú ferð reynist sannkallað hættuspil því að Ragnarök nálgast óðum og mikill jötnaher hefur safnast fyrir á staðnum.

Fótboltistarnir Ráðgátan um stolnu styttuna

Ein mínúta eftir! Skógargerði á víti. Það eru tvær mjög sérstakar reglur í jólamótinu í Skógargerði. Allir leikmenn og dómarar verða að vera með jólasveinahúfu og allir mega kasta snjóboltum á síðustu mínútu hvers leiks. Sagan byrjar á lokamínútunni ... og allt getur gerst!

Ráðgátumyndasögur

Frábær bók í fríið fyrir spæjara á aldrinum 5-11 ára! Lalli og Maja hjálpa lögreglustjóranum í Víkurbæ að leysa dularfullar ráðgátur. Hér birtast Lalli og Maja í fyrsta sinn á myndasöguformi. Fjórar nýjar ráðgátur auk fjölmargra þrauta og frétta af fólkinu í Víkurbæ, bæði þeim sem fremja glæpina og spæjurunum sem leysa ráðgáturnar.