Barnabækur - Skáldverk 6-12 ára

26 hæða trjáhúsið

Komdu í heimsókn til Adda og Tedda í nýstækkaða trjáhúsið þeirra, sem er nú með 13 glænýjum hæðum. Þar má m.a. finna klessubílabraut, hjólabrettaramp, þyngdarleysistank, íshöll með 78 bragðtegundum og Völundarvitið, sem er völundarhús sem enginn hefur nokkru sinni ratað aftur út ... alla vega ekki enn. Jæja, eftir hverju ertu að bíða? Komdu upp!

Dótarímur

Nýr rímnaflokkur handa börnum á öllum aldri. Rímurnar eru tíu talsins, hver og ein snýst um tiltekið dót eða leikföng. Þar gengur á ýmsu og flest reynist dótið frekar misheppnað. Allt þar til kemur að níundu rímu sem fjallar um bækur. Í beinu framhaldi kemur tíunda og síðasta ríman en þar birtist loks besta dót sem við eigum.

Dýrabær

Huginn endursegir Animal farm eftir George Orwell á 74 myndskreyttum blaðsíðum. Verkið á brýnt erindi í dag þar sem lýðræði á víða undir högg að sækja og valdhafar ríghalda í völd sín og nota til eigin hagsbóta. Mannréttindi eru fótum troðin, líka hér á Íslandi, og þeir sem brjóta á réttindum lítilmagnans eru varðir af kerfinu.

Fjársjóður í mýrinni

Þriðja bókin um krakkana í Mýrarsveit, þau Stellu, Ella og Bellu sem búa með pabba sínum í gráa húsinu og Móses sem býr með mæðrum sínum þremur í bláa húsinu. Einn daginn birtast óprúttnir gestir með ískyggileg plön um framtíð mýrarinnar í farteskinu. Skemmtileg og spennandi saga sem tekur á brýnum málum eins og umhverfisvernd og börnum á flótta.