Yfirrétturinn á Íslandi: Dómar og skjöl IV. 1733–1741
Fjölbreytt mál komu fyrir réttinn en þar á meðal eru morð, spilling embættismanna, ærumeiðingar og sifjaspell. Fyrrverandi sýslumaður neyddist til að hafast sumarlangt við í skemmu í Húnavatnssýslu og ungur maður úr sömu sýslu var gerður arflaus fyrir leti. Skjöl Yfirréttarins veita einstaka innsýn í íslenskt samfélag á 18. öld.