Höfundur: Herman Melville

Billy Budd

Billy Budd hefur stundum verið kölluð besta stutta skáldsaga sem skrifuð hefur verið og er jafnan talin meðal öndvegisverka bandarískra bókmennta. Í meistaralega myndríkum stíl segir Melville áhrifamikla dæmisögu um sakleysi og fólsku í mannheimum þar sem hreinlyndur sjóliði verður fórnarlamb úthugsaðra vélabragða.