Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins
Listasafn Íslands kynnir veglega sýningarskrá fyrir sýninguna Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins. Skráin er ríkulega myndskreytt og inniheldur aðfaraorð Ingibjargar Jóhannsdóttur safnstjóra, grein eftir sýningarstjórann Arnbjörgu Maríu Danielsen og grein eftir listfræðinginn Margréti Elísabetu Ólafsdóttur.