Höfundur: Tove Ditlevsen

Æska

Annar hlutinn í endurminningaþríleik. Tove segir frá fyrstu fullorðinsárum sínum þegar hún fer út á vinnumarkaðinn, flytur að heiman, trúlofast og vinnur að því að fá ljóð sín gefin út. Með húmor og einstakri næmni lýsir hún samskiptum kynjanna og hvernig stéttaskipting og áhersla á hefðbundin kynhlutverk leggur hömlur á möguleika kvenna.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Bernska Tove Ditlevsen Benedikt bókaútgáfa Tove Ditlevsen ólst upp í verkamannafjölskyldu á Vesturbrú í Kaupmannahöfn. Hún þykir með merkari höfundum Dana og hefur notið vinsælda hjá mörgum kynslóðum. Verk hennar gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld og eru nú lesin sem sígildar bókmenntir. Bernska er fyrsti hlutinn í endurminningaþríleik en Gift, lokahlutinn, er þegar kominn út.
Gift Tove Ditlevsen Benedikt bókaútgáfa Tove Ditlevsen (1917-1976) var einn merkari höfunda Dana á síðustu öld. Elskuð af lesendum hlaut hún fjölda verðlauna fyrir verk sín en hún fékk oft harða útreið hjá gagnrýnendum sem margir töldu hana of opinskáa um einkalíf sitt. Verk Tove Ditlevsen þykja gefa einstaka innsýn í líf kvenna á 20. öld. Eitt hennar sterkasta verk í nýrri þýðingu.