Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Aðeins ein áhætta

Forsíða bókarinnar

Ambra Winter er blaðamaður. Henni er falið að skrifa um atburði í bænum Kiruna, nyrst í Svíþjóð. Þegar hún kemur í þetta litla samfélag vakna óþægilegar minningar. En það eru fleiri en hún sem þurfa að horfast í augu við fortíð sína. Meðal annars sérsveitarmaðurinn fyrrverandi sem sest hefur að í kofa úti í skógi og hún laðast að ...

......

Ambra Winter er blaðamaður á stærsta dagblaði Svíþjóðar. Henni er falið að skrifa um atburði í bænum Kiruna, nyrst í Svíþjóð. Þegar hún kemur í þetta litla samfélag vakna óþægilegar minningar. En það eru fleiri en hún sem þurfa að horfast í augu við fortíð sína. Meðal annars sérsveitarmaðurinn fyrrverandi sem sest hefur að í kofa úti í skógi og hún laðast að.

Sænska ástarsögudrottningin og femínistinn Simona Ahrnstedt sló rækilega í gegn með Teflt á tvær hættur-seríunni – syrpu ástarsagna úr nútímanum um sterkar konur, spennandi ráðabrugg og ástarævintýri. Aðeins ein áhætta er þriðja og lokabókin í seríunni en hinar eru Aðeins ein nótt og Aðeins eitt leyndarmál.

„Simona Ahrnstedt er ókrýnd drottning ástarsagnanna.“ – Femina

„... ástir, launráð og ævintýri. Einstaklega notaleg lesning á köldum vetrarkvöldum.“ – Kirkus Review

„Simonu Ahrnstedt tekst bæði að skrifa spennandi sögu og tvinna í hana margvísleg samtímamálefni. Minnir á Lizu Marklund nema söguþráðurinn er knúinn áfram af ástarævintýrum en ekki morðum.“ – Dagens Nyheter

* * * * „Meistaraleg.“ – Tara