Alkíbíades

Forsíða bókarinnar

Glæsimennið Alkíbíades er í þann mund að sigra heiminn þegar hann hittir heimspekinginn Sókrates á förnum vegi. Þeir taka tal saman og þegar upp er staðið þarf stjórnmálamaðurinn ungi að endurmeta flest það sem hann taldi sig vita. Þessi snjalla samræða er fyrirtaks byrjunarreitur í heimspeki Platons.