Ameríka
Ameríka er ein þeirra sagna sem Franz Kafka skildi eftir sig ófullgerðar þegar hann lést 1924. Hér segir frá Karli Rossmann, evrópskum unglingi sem kemur til New York og er staðráðinn í að standa sig en lendir í lygilegum ævintýrum og slæmum félagsskap. Íslensk þýðing sögunnar kom fyrst út 1998 en hefur nú verið endurskoðuð og skrifaður nýr og fróðlegur eftirmáli.