Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Andvari 2022

Forsíða bókarinnar

Aðalgrein Andvara 2022 er æviágrip Svövu Jakobsdóttur rithöfundar og alþingismanns. Höfundar ritsins 2022 eru Birna Bjarnadóttir, Guðrún Kvaran, Gunnar Stefánsson, Lára Magnúsardóttir, Hjalti Hugason, Arngrímur Vídalín, Ólafur Kvaran, Þórir Óskarsson, Kjartan Már Ómarsson, Sigurjón Árna Eyjólfsson, Gunnar Skarphéðinsson og Jón Sigurðsson.

Aðalgrein Andvara 2022 er æviágrip Svövu Jakobsdóttur rithöfundar og alþingismanns. Höfundur er Birna Bjarnadóttir, rannsóknalektor við Háskóla Íslands. Birna fjallar þar um bernsku og æsku Svövu á Íslandi og í Vesturheimi, ferðalag hennar á höfundarbrautina, helstu höfundareinkenni og þjóðmálastarf.

Aðrar greinar í heftinu eru eftir Guðrúnu Kvaran, Gunnar Stefánsson, Láru Magnúsardóttur, Hjalta Hugason, Arngrím Vídalín, Ólaf Kvaran, Þóri Óskarsson, Kjartan Már Ómarsson, Sigurjón Árna Eyjólfsson, Gunnar Skarphéðinsson og Jón Sigurðsson.

Ritstjóri Andvara er Ármann Jakobsson. Þetta er 147. árgangur Andvara en hinn 64. í nýjum flokki. Ritið er að þessu sinni 270 síður. Aðsetur ritsins eru nú hjá Háskólaútgáfunni í aðalbyggingu Háskóla Íslands.