Andvari 2024
Aðalgrein Andvara 2024 er æviágrip Ragnhildar Helgadóttur, fv. ráðherra, eftir sagnfræðingana Rósu Magnúsdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur. Ragnhildur var kjörin á þing aðeins 26 ára og sat á þingi í alls 23 ár. Hún var fyrsta konan sem var ráðherra í heilt kjörtímabil og ferill hennar er um margt merkilegur. 10 aðrar greinar eru í riti ársins.
Aðalgrein Andvara 2024 er æviágrip Ragnhildar Helgadóttur fv. ráðherra eftir sagnfræðingana Rósu Magnúsdóttur og Ragnheiði Kristjánsdóttur. Ragnhildur var kjörin á þing aðeins 26 ára og sat á þingi í alls 23 ár. Hún var fyrsta konan sem var ráðherra í heilt kjörtímabil og ferill hennar er um margt merkilegur.
Aðrar höfundar heftisins eru Jón Karl Helgason sem skrifar um upphaf myndasagna á Íslandi, Katrín Axelsdóttir fjallar um dulmálsrúnir í Fljótshlíð, Vilhelmína Jónsdóttir skrifar um óáþreifanlegan menningararf, Lára Magnúsardóttir fjallar um sögulegt samhengi útilegumannasagna, Sveinn Einarsson um tónlist á leiksviði og Trausti Ólafsson gefur út handrit Davíðs Stefánssonar frá Assissi. Þá ritar Birna Bjarnadóttur um Guðberg Bergsson, Þorvaldur Gylfason tekur viðtal við Garðar Cortes og Hrafn Andrés Harðarson birtir tvö ljóð.
Ritstjóri Andvara er Ármann Jakobsson. Þetta er 149. árgangur Andvara en hinn 66. í nýjum flokki. Ritið er að þessu sinni um 235 síður.